Samt er eins og það þjóti áfram. Og ég er bara sátt!
Ég léttist bara um 2,5 kg í febrúar – sem var skandall að eigin mati en margar sem ég hef spurt segja að þetta geti svo vel gerst. – En svo þegar ég fór af stað, þá hrynja þau af mér á ný – vúhú nýr tugur – sjá fjórði byrjaður og ég er mjög þakklát. Því maður má ekki frenjast og heimta og heimta.
Ég syndi 2 – 3 í viku sem er náttúrulega bara dásamlegt og vitið þið bara hvað – á föstudag eftir skóla gekk ég með báðar hækjurnar í 30 mín og svo gekk ég í gær – þó skemur væri, sunnudag og í dag vúhú fór ég í góðan göngutúr með hundana hér um svæðið. Og þreif magakveisu Bjarts upp með tilheyrandi óhljóðum!
Og núna finn ég mun. 30 kílóum síðar – ef með eru talin kílóin sem ég léttist um í haust. Ég vildi nú helst missa 30 kíló – fyrstu þrjá mánuðina en kroppurinn var ekki sammála. Kannski hafði það áhrif að ég hætti á blóðþrýstingstöflunum sem voru að hluta bjúglosandi – og ég fór að synda 1250 – 1500 metra nokkrum sinnum í viku. Og æti það sé nú ekki að hjálpa hve vel gengur – blessuð hreyfingin. Hún gerir mig líka svo glaða.



